top of page

Við settum fram skoðanakönnun til þess að gera okkur betur grein fyrir því hversu vel fólk væri upplýst um fatasóun og hvernig fólk hagar sér í innkaupum á fatnaði. Könnunin náði til 30 einstaklinga á öllum aldri.

 

Kynjahlutfallið var 17 karlar á móti 13 konum. Þar af voru 36,7% yngri en 18 ára, 43,3% á aldrinum 18-24 ára og 20% voru 40 ára eða eldri.

 

Ein af okkar spurningum var hvort fólk væri meðvitað um fatasóun á Íslandi, 22 einstaklingar svöruðu því játandi en 8 svöruðu neitandi. Okkur finnst þessar tölur nokkuð góðar og teljum við að aukin vitundarvakning á umhverfismálum hér á landi skili sér í þessum niðurstöðum.

Við spurðum hvort fólk hugsaði um það hvaðan fötin kæmu sem þau versla sér og hvort þau áttuðu sig á því hver það væri sem gerði fötin. Helmingurinn sagðist ekki huga að þessu, 14 einstkalingar sögðust stundum hugsa um þetta en aðeins 1 einstaklingur sagðist hugsa hvaðan fötin sín kæmu. Okkur þykir þetta vera sláandi tölfræði, þetta er augljóslega umræða sem þörf er á. Alltof margar verksmiðjur eru að borga starfskrafti sínum sorglega lág laun og vinnuaðstaða er á mörgum stöðum hræðileg, verksmiðjur hafa til að mynda hrunið og fjöldi manns dáið. Þar að auki hefur það komið fram að fataframleiðsla ýti víðsvegar undir mansal og barnaþrælkun.

 

 

 

 

Þegar við spurðum að því hvort fólk velji gæði fram yfir verð þegar þau versla sér flíkur urðu svörin ansi mismunandi. Fjöldi einstaklinga sem svaraði játandi voru 16 en 9 svöruðu neitandi. Í þessari spurningu gerðum við fólki kleyft að svara með sínum eigin orðum, því dreifðust svörin örlítið. Það voru 5 einstaklingar sem svöruðu öðru en „já“ eða „nei.“ Einn þeirra sagðist stundum velja gæði fram yfir verð, annar sagði að það færi eftir því hvort um útivistarfatnað væri að ræða eða ekki, þriðji sagðist alltaf velja það ódýrasta, fjórði sagði að það væri mismunandi eftir flíkum og sá fimmti sagðist velja sér föt út frá fegurðargildi. Að okkar mati eru þessar niðurstöður nokkuð góðar, það er samt sem áður hægt að bæta þær. Við teljum að hugsunar háttur fólks verði að breytast, það er bæði hagstæðara og umhverfisvænna að kaupa sér frekar eina vandaða og dýra flík í stað nokurra ódýrra sem hafa þar af leiðandi styttir endingartíma.

 

 

 

Ein af spurningunum í könnuninni var hvort fólk ætti það til að kaupa sér föt einungis vegna þess að þau væru ódýr. Það voru 14 einstaklingar sem svöruðu neitandi, 12 sögðust stundum gera það en 4 svöruðu játandi. Allt í allt finnst okkur þessar niðurstöður jákvæðar. Eins og áður kom fram er betra að kaupa sér dýrari og vandaðri flíkur en þar af leiðandi færri.

 

 

Við spurðum hvort fólki þætti mikilvægt að fylgja tísku, niðurstöðurnar komu okkur vægast sagt á óvart. Það voru 20 einstaklingar sem svöruðu neitandi, 8 einstaklingar svöruðu játandi, 1 einstaklingur sagði að sér þætti stundum mikilvægt að fylgja tísku og að lokum sagði 1 einstaklingur „Já og nei.“ Ástæðan fyrir því að niðurstöðurnar komu okkur á óvart var sú að við hefðum haldið að fleiri einstaklingar myndu svara játandi. Við sjáum það sjálfar í skólanum að ákveðin tíska ríkir. Það sem okkur finnst samt sem áður jákvætt er að undanfarið hefur verið í tísku að klæðast „vintage“ fatnaði. Það þýðir að fólk er að endurnýta föt sem annars myndu jafn vel enda í ruslinu. Ef þetta er raunin þá finnst okkur þessar niðurstöður frábærar.

 

 

 

Okkur þótti áhugavert að spyrja að því hvað fólk gerir við þær flíkur sem það hættir að nota. Í þessari spurningu báðum við fólk um að skrifa sín eigin svör, þar af leiðandi bjuggum við sjálfar til súlurit yfir niðurstöðurnar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Eins og sést á súluritinu eru lang flestir sem gefa fötin sín áfram, okkur finnst það afar jákvætt.


Af forvitni ákváðum við að spurja fólk hvað það teldi vera stærsta vandamálið þegar kemur að fatasóun Íslendinga. Svörin við þessari spurningu voru ekki áskilin og þar af leiðandi svöruðu aðeins 23 einstaklingar henni. Það virðist vera að það hafi ekki allir tekið þessari spurningu alvarlega því mörg þessara svara tengdust þessu efni ekki neitt. Það virtust þó flestir sem svöruðu samviskusamlega vera sammála um að neysluhyggja fólks spilaði mikinn þátt, nokkrir nefndu síbreytilega tísku og aðrir vildu meina að Íslendingar kaupi of mikið af ódýrum og lélegum fötum. Hjarðhegðunin, að allir verði að eiga eins var líka nefnd. Allt eru þetta góð dæmi.

 


Lokaspurningin okkar var: „Telur þú þig vera umhverfissinni?“ Það voru 20 einstaklingar sem svöruðu játandi, 7 einstaklingar svöruðu neitandi en 3 einstaklingar vissu ekki hvað það þýddi að vera umhverfissinni. Okkur þykir þessar niðurstöður fínar, það þurfa augljóslega 7 einstaklingar að taka sig á. Við veltum því samt sem áður fyrir okkur í hvaða helli, þessir 3 einstaklingar sem vita ekki hvað það er að vera umhverfissinni, hafa búið í undanfarið?

 

 

 

 

 

MYN7.png
myn1.png
myn2.png
mun3.png
myn4.png
myn5.png
myn6.png
bottom of page