top of page

BRYNJA DAN EIGANDI EXTRA LOPPUNAR

brynja.jpg

 

Brynja Dan Gunnarsdóttir er einn af eigendum Extraloppunar og áhrifavaldur á samfélgsmiðlum. Í Extraloppunni er bæði hægt að kaupa og selja vel með farnar vörur, aðallega föt. Þannig er hægt að gefa hlut sem hefur ekki notagildi lengur, nýtt líf. Okkur fannst tilvalið að fá að spyrja Brynju nokkurra spurninga þar sem að hún tók stórt grænt skref í rétta átt þegar hún opnaði Extraloppuna.
 

Hver er sagan á bakvið Extraloppuna?

Ég þekki ss fólkið sem á barnaloppuna og opnaði hana í maí á síðsta ári.  Þegar þau opnuðu þá fór ég strax að nefna við þau að ég hefði áhuga á að starta svona fyrir fullorðinsfatnað.  Ég heyrði í vinum og vandamönnum og kannaði markaðinn og það virtist sem samfélagið væri tilbúið í þetta concept. Svo við settumst niður og hugmyndin varð að plani og planið að veruleika , og ári síðar vorum við að opna Extraloppuna

 

Hvenær fékkstu fyrst hugmyndina á því að opna Extraloppuna?

 

sumarið árið 2018.

Hverskonar fatnað er fólk að selja í Extraloppunni?

Bara allt milli himins og jarðar.  Bara þetta venjulega, buxur, vesti, brók og skó. mikið af úlpum td.  Allsskonar merkjavara sem dettur inn líka. Svo er fólk duglegt að koma með húsbúnað og þessháttar lika. Það er mikið um skó, auðvelt að finna sér eitthvað fyrir hvert tilefni. Hvort sem það er ræktin, partýið, útivistin eða kósýgalli.

 

Þegar þú kaupir þér föt hugsar þú um hvaðan þau koma og hver gerði þau?

 

Já, ég geri það í dag. Ég reyni að versla sem mest í Extraloppunni, og hef skapað mér ákveðna hringrás þar, sel af mér  þar og kaupi á mig og strákinn minn þar líka. Svo sel ég aftur þau föt sem ég keypti þar og kaupi eitthvað annað. Þannig eru flíkurnar að fá oft nýtt líf aftur og aftur.  Ég reyni að styðja ekki við “fast fashion” í dag og versla frekar við fyrirtæki sem ég veit að eru með mannsæmandi laun t.d fyrir starfsfólk sitt, styð íslenska hönnnun og fleiri skref sem hægt er að taka eins og að kaupa vandaðri flíkur sem endast lengur og kosta þá aðeins meira en geta þá selt þær einmitt aftur.

 

Telur þú þig vera umhverfissinni?

Jà, ætli það ekki. Það er svo sem enginn fullkominn en ég er að gera mitt besta, flokka ruslið mitt, versla flest föt í second hand versluninni minni í dag og hef í raun keypt afar fáar flíkur annarsstaðar síðan við opnuðum.  En vissulega kíki ég alveg inní aðrar verslanir af og til en það hefur minnkað um alveg heilan helling! Og það er vægt til orða tekið. Ég versla held ég 90% í Loppunni. 

 

Velur þú gæði umfram magn þegar þú kaupir þér föt?

 

Já í dag, eða það sem ég kaupi nýtt. Þá vil ég frekar eiga vandað en mikið.

 

Varst þú meðvituð um fatasóun á þínum yngri árum?

 

Nei alls ekki. Ég ólst upp við að það væri það besta í heimi að fara í verslunarferðir og komast í verslanir á borð við Primark. Búð sem ég forðast eins og heitan eldinn í dag.  En sem betur fer er ansi breytt hugarfar í dag og allir meðvitaðir um að hlýnun jarðar er ekki mýta og við verðum öll sem eitt að hjálpast að við að viðhalda plánetunni okkar fyrir komandi kynslóðir.

Hvað telur þú vera stærsta vandamálið þegar kemur að fatasóun íslendinga?

Hugarfarið okkar.  Að það sé svo frábært að kaupa sét td skó eða buxur á 1000 kr. Það segir sig sjàlft að td manneskjan sem framleiddi vöruna er ekki að fá mannsæmandi laun ef verslunin  getur selt  vörurnar á svona làgu verði.  Það voru allir í því að fara erlendis og kaupa bara til að kaupa en ég vona að æ fleiri hugsi sig um og séu meðvitaðri um hvað þarf og hvað ekki í dag. Velji vandaðri flíkur og hugsi amk smá um hvaðan varan er að koma. Einnig held ég að við sem neytendur getum þrýst á  fyrirtæki til að vilja standa sig betur í þessum málum. Ef eftirspurnin er ekki til staðar þá lifa fyrirtækin ekki. Svo við eigum að nýta okkur okkar vogarafl og gera kröfur um að þau geri betur og séu alltaf að reyna að bæta sig. Þetta tekur allt tíma en lítil skref eru þó skref í rétta átt.

ANDREA MAGNÚSDÓTTIR EIGANDI ANDREA BY ANDREA

1136734.jpg

Andrea Magnúsdóttir er fatahönnuður og hefur starfað sem slíkur í 10 ár. Hún rekur fyrirtæki, vinnustofu og verslun þar sem hún selur merkið „AndreA by Andrea“ ásamt eignimanni sínum. Við fengum að spurja Andreu nokkurra spurninga sem tengjast fyrirtækinu hennar og fatasóun, þar sem að hún tengist fataiðnaðinum.
 

Hvenær og hvar stofnaðir þú fyrirtækið þitt? 

Við stofnuðum fyrirtækið 2008 & opnuðum verslunina

24 október 2009.

Þegar þau kaupir efni í fötin sem þú hannar, hugsar þú þá um hvaðan efnið kemur?

 

Hvar eru vörurnar þínar framleiddar og finnst þér það skipta máli?

Já það skiptir okkur máli.  Við höfum í gegnum tíðina framleitt mikið hér á íslandi en í dag erum við að framleiða á mörgum mismunandi stöðum fer eftir vöru en aðalega á Ítalíu í augnablikinu.  Við erum að vinna á nokkrum stöðum á Ítalíu aðalega í PUGLIA á suður Ítalíu.  Við ferðumst mikið og heimsækjum staðina og verksmiðjurnar sem við erum að vinna með og þekkjum fólkið, það skiptir líka máli.

Hvað vilt þú að komi fyrst upp í hugann á fólki þegar það sér vörurnar þínar? 

Ég hef aldrei velt því fyrir mér en ég vona að fólki þyki fötin falleg og með einhvern karakter.

Framleiðir þú í takt við eftirspurn eða er fyrirfram ákveðið hversu mörg eintök af vöru eru framleidd? 

Við erum ekki að framleiða í miklu magni og gerum takmarkað magn í hverju munstri.  Við eigum aldrei stórann lager og það kemur fyrir að við önnum ekki eftirspurn.  Við viljum heldur ekki gera mörg eintök í td áberandi kjólum.

Þegar þú verslar þér föt fyrir sjálfa þig velur þú gæði umfram magn?

 ALLTAF . Alveg sama hvort að það er tengt fatnaði eða einhverju fyrir heimilið þá reyni ég að kaupa vandaða vöru, hugsa vel um hana og  láta hana endast. 

 

Varst þú meðvituð um fatasóun á þínum yngri árum?

Nei ég get ekki sagt það en ég var alltaf í heimasaumuðum fötum og gerði mér grein fyrir vinnunni sem lá á bakvið hverja flík og var kennt að passa vel uppá það sem ég átti.

Hvað telur þú vera stærsta vandamálið þegar kemur að fatasóun íslendinga? 

Við kaupum alltof mikið af lélegum vörum, sem skipta fólk svo engu máli, það fer þar af leiðandi ekki vel með vöruna og er bara almmennt alveg sama um hana sem er glötuð þróun. 

 

Telur þú þig vera umhverfissinni?

 

JÁ ... og ég vil vera það en ég ætla mér að verða ennþá betri,  ég eins og eflaust allir er með hluti þar sem ég þarf að taka mig á en er að standa mig vel á mörgum stöðum og það er byrjunin.  Við þurfum ÖLL að gera eitthvað.

bottom of page